Erlent

Vildi ekkert ræða tölvuleikina

Anders Behring Breivik Norski fjöldamorðinginn fyrir rétti í Ósló í gær.
Anders Behring Breivik Norski fjöldamorðinginn fyrir rétti í Ósló í gær. nordicphotos/AFP
Anders Behring Breivik neitaði að svara í dómsal í Ósló í gær, þegar til stóð að spyrja hann um tölvuleikinn World of Warcraft, sem hann spilaði í gríð og erg meðan hann var að undirbúa fjöldamorðin síðastliðið sumar.

Hann hefur heldur ekki viljað ræða erfiðleika sína í barnæsku. Bæði hann og móðir hans hafa tekið til baka heimild sem þau höfðu veitt geðlækni til að bera vitni fyrir rétti um kynni sín af fjölskyldunni þegar Breivik var fjögurra ára. Geðlæknirinn átti á þeim tíma viðtöl við fjölskylduna og mælti með því að Anders Breivik yrði fengið annað heimili vegna geðrænna vandamála, sem væru byrjuð að þróast með drengnum.

Norska dagblaðið Verdens Gang hefur hins vegar birt seinni skýrsluna, sem geðlæknar tóku saman um andlegt ástand Breiviks í vor, áður en réttarhöldin hófust.

Blaðið hafði áður birt fyrri skýrsluna sem gerð var síðastliðið haust, en niðurstöður þessara tveggja skýrslna stangast á.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×