Valið vald Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. júní 2012 10:00 Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags. Frambjóðendurnir Ari Trausti, Herdís, Hannes og Þóra virðast hvert með sínu móti aðhyllast þingræðið og hafa hófstillta afstöðu til embættisins, telja að það skuli ekki hlutast til um dagleg störf þingsins og ekki beita svokölluðum málskotsrétti nema í ýtrustu neyð. Afstaða Andreu til embættisins er sú að halda þjóðfund um málið – og beita embættinu til að laga skuldastöðu „heimilanna". Ólafur Ragnar virðist hafa í hyggju að gera embættið að enn frekara valdamótvægi við þingið en hann hefur þegar gert. Hann hyggst nýta sér enn frekar hið beina samband embættisins við vilja meirihluta landsmanna sem fæst með málskotsréttinum – og vera þannig þjóðarviljinn holdi klæddur – sér það eitt mæla gegn því að hann leggi fram frumvörp sjálfur að ólíklegt sé að þingið taki það til meðferðar. Og virðist til í frekari þjóðaratkvæðagreiðslur um óvinsæl mál. Hann telur líka að þjóðin færi honum umboð til sjálfstæðrar utanríkisstefnu sem lýsir sér í opinberum fjandskap við lýðræðisþjóðir Evrópu en stuðningi að sama skapi við kommúnistastjórnina í Kína. Ólafur Ragnar aðhyllist vissulega fulltrúalýðræði – í eintölu – fulltrúinn sé hann sjálfur. ÞingræðiðGott og vel. Um þetta stendur þá meðal annars valið. Líka auðvitað hitt: hvernig okkur líkar viðkomandi manneskja. Hvort okkur finnst embættið eiga að vera sameiningartákn eða sundrungarafl. Hvort við aðhyllumst átakamenningu þar sem meirihlutinn hefur sitt fram á kostnað minnihlutans eða sáttahyggju þar sem ólíkir þjóðfélagshópar finna sameiginlegan grundvöll sinn og reyna að tala saman þar og hvort forsetinn leitist við að leiða það samtal, leiða fólk saman eða magni rifrildið. Vandinn er ekki síst til kominn af því að þingið nýtur sífellt minni virðingar, einkum út af því þrotlausa þvaðri sem þar vellur markvisst upp úr fólki til að þvælast fyrir og þreyta þann meirihluta sem kosinn var í síðustu kosningum (gleymist stundum að Steingrímur J. og Oddný, Björn Valur og fleiri koma einmitt úr sjávarútvegskjördæmum með fullt umboð þaðan til breytinga á sjávarútvegsstefnunni); Íslendingar hafa í of ríkum mæli litið á þingmennina sína sem skaffara gæða og ýmsir af óskammfeilnustu ræðumönnum Alþingis eru einmitt kunnir fyrir að greiða kjósendum sínum leiðina í ríkiskassann. Slíkt er ekki til þess fallið að afla þinginu virðingar. Leiðin til að takast á við þann vanda er að efla þingið – ekki að veikja það. Ekkert fyrirkomulag sem fram hefur komið hefur enn reynst betur en þingræði. Þar framseljum við kjósendur vald okkar til einstaklinga sem við treystum til að setja sig vel inn í mál og hafa að leiðarljósi lífssýn og hugsjónir sem við aðhyllumst; síðan eiga þeir að taka ákvarðanir sem þjóna best almannaheill. Það geta stundum verið ákvarðanir sem okkur langar ekki að séu teknar, en vitum innst inni að þarf að taka – ákvarðanir um skattheimtu eða niðurskurð, svo dæmi sé tekið. Bara punt og pjatt?Við höfum heyrt talað í hálfgerðum hnusstóni um að forsetaembættið hafi forðum verið bara upp á punt og áhrifalaust með öllu. Var þá Kristján Eldjárn bara upp á punt? Og Vigdís – var hún bara puntudúkka? Í hverju felast völd? Hvernig koma fram áhrif? Max Weber talaði um þrenns konar vald: Hefðarvald, regluvald og náðarvald. Hefðarvaldið verður til þegar það flyst milli kynslóða, foringi af því tagi fylgir þá venjum fyrirrennara sinna en gæti átt það til að láta geðþótta og dynti ráða gerðum sínum. Regluvald er grundvallað á ströngu formi, farið er eftir lagabókstaf um það hvernig foringinn skuli haga sér. Valdið í lýðræðisríkjunum í kringum okkur birtist með þessum hætti og sennilega hefur það verið ætlunin upphaflega með forsetaembættinu að það skyldi birtast sem regluvald. Og loks er það náðarvald: það er bundið tilteknum einstaklingi og vakið af hrifningu fólks á viðkomandi, þeim hugsjónum sem viðkomandi hefur, þeirri áru sem umlykur viðkomandi, fordæmið, leiðarljósið, mannshugsjónina. Vigdís (og að sínu leyti Kristján líka), hafði til að bera slíkt náðarvald um leið og hún gætti þess að fara að öllum reglum sem mótast höfðu um embætti forsetans af ákveðinni formfestu, og gerði embættið þar með að kjölfestu í stjórnskipaninni sem þetta unga lýðveldi þurfti á að halda. Hún vakti athygli víða um lönd með framgöngu sinni og raunar einskærri viðveru í þessu þjóðkjörna embætti. Hún varð konum fyrirmynd um að þær ættu líka erindi í æðstu virðingarstöður samfélagsins, ekki bara sem makar. Hún blés konum víða um heim í brjóst baráttuanda og sjálfstrausti. Hér heima gróðursetti hún tré og margir töluðu af fyrirlitningu um þann fallega og skáldlega sið, að skilja eftir sig hvar sem maður kæmi eitthvað sem gæti vaxið og orðið að skjóli. Hvað er vald, ef ekki það? Við erum því ekki að velja annaðhvort vald eða valdaleysi í komandi kosningum. Við erum að velja hvers konar vald okkur finnst við hæfi í þessu embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags. Frambjóðendurnir Ari Trausti, Herdís, Hannes og Þóra virðast hvert með sínu móti aðhyllast þingræðið og hafa hófstillta afstöðu til embættisins, telja að það skuli ekki hlutast til um dagleg störf þingsins og ekki beita svokölluðum málskotsrétti nema í ýtrustu neyð. Afstaða Andreu til embættisins er sú að halda þjóðfund um málið – og beita embættinu til að laga skuldastöðu „heimilanna". Ólafur Ragnar virðist hafa í hyggju að gera embættið að enn frekara valdamótvægi við þingið en hann hefur þegar gert. Hann hyggst nýta sér enn frekar hið beina samband embættisins við vilja meirihluta landsmanna sem fæst með málskotsréttinum – og vera þannig þjóðarviljinn holdi klæddur – sér það eitt mæla gegn því að hann leggi fram frumvörp sjálfur að ólíklegt sé að þingið taki það til meðferðar. Og virðist til í frekari þjóðaratkvæðagreiðslur um óvinsæl mál. Hann telur líka að þjóðin færi honum umboð til sjálfstæðrar utanríkisstefnu sem lýsir sér í opinberum fjandskap við lýðræðisþjóðir Evrópu en stuðningi að sama skapi við kommúnistastjórnina í Kína. Ólafur Ragnar aðhyllist vissulega fulltrúalýðræði – í eintölu – fulltrúinn sé hann sjálfur. ÞingræðiðGott og vel. Um þetta stendur þá meðal annars valið. Líka auðvitað hitt: hvernig okkur líkar viðkomandi manneskja. Hvort okkur finnst embættið eiga að vera sameiningartákn eða sundrungarafl. Hvort við aðhyllumst átakamenningu þar sem meirihlutinn hefur sitt fram á kostnað minnihlutans eða sáttahyggju þar sem ólíkir þjóðfélagshópar finna sameiginlegan grundvöll sinn og reyna að tala saman þar og hvort forsetinn leitist við að leiða það samtal, leiða fólk saman eða magni rifrildið. Vandinn er ekki síst til kominn af því að þingið nýtur sífellt minni virðingar, einkum út af því þrotlausa þvaðri sem þar vellur markvisst upp úr fólki til að þvælast fyrir og þreyta þann meirihluta sem kosinn var í síðustu kosningum (gleymist stundum að Steingrímur J. og Oddný, Björn Valur og fleiri koma einmitt úr sjávarútvegskjördæmum með fullt umboð þaðan til breytinga á sjávarútvegsstefnunni); Íslendingar hafa í of ríkum mæli litið á þingmennina sína sem skaffara gæða og ýmsir af óskammfeilnustu ræðumönnum Alþingis eru einmitt kunnir fyrir að greiða kjósendum sínum leiðina í ríkiskassann. Slíkt er ekki til þess fallið að afla þinginu virðingar. Leiðin til að takast á við þann vanda er að efla þingið – ekki að veikja það. Ekkert fyrirkomulag sem fram hefur komið hefur enn reynst betur en þingræði. Þar framseljum við kjósendur vald okkar til einstaklinga sem við treystum til að setja sig vel inn í mál og hafa að leiðarljósi lífssýn og hugsjónir sem við aðhyllumst; síðan eiga þeir að taka ákvarðanir sem þjóna best almannaheill. Það geta stundum verið ákvarðanir sem okkur langar ekki að séu teknar, en vitum innst inni að þarf að taka – ákvarðanir um skattheimtu eða niðurskurð, svo dæmi sé tekið. Bara punt og pjatt?Við höfum heyrt talað í hálfgerðum hnusstóni um að forsetaembættið hafi forðum verið bara upp á punt og áhrifalaust með öllu. Var þá Kristján Eldjárn bara upp á punt? Og Vigdís – var hún bara puntudúkka? Í hverju felast völd? Hvernig koma fram áhrif? Max Weber talaði um þrenns konar vald: Hefðarvald, regluvald og náðarvald. Hefðarvaldið verður til þegar það flyst milli kynslóða, foringi af því tagi fylgir þá venjum fyrirrennara sinna en gæti átt það til að láta geðþótta og dynti ráða gerðum sínum. Regluvald er grundvallað á ströngu formi, farið er eftir lagabókstaf um það hvernig foringinn skuli haga sér. Valdið í lýðræðisríkjunum í kringum okkur birtist með þessum hætti og sennilega hefur það verið ætlunin upphaflega með forsetaembættinu að það skyldi birtast sem regluvald. Og loks er það náðarvald: það er bundið tilteknum einstaklingi og vakið af hrifningu fólks á viðkomandi, þeim hugsjónum sem viðkomandi hefur, þeirri áru sem umlykur viðkomandi, fordæmið, leiðarljósið, mannshugsjónina. Vigdís (og að sínu leyti Kristján líka), hafði til að bera slíkt náðarvald um leið og hún gætti þess að fara að öllum reglum sem mótast höfðu um embætti forsetans af ákveðinni formfestu, og gerði embættið þar með að kjölfestu í stjórnskipaninni sem þetta unga lýðveldi þurfti á að halda. Hún vakti athygli víða um lönd með framgöngu sinni og raunar einskærri viðveru í þessu þjóðkjörna embætti. Hún varð konum fyrirmynd um að þær ættu líka erindi í æðstu virðingarstöður samfélagsins, ekki bara sem makar. Hún blés konum víða um heim í brjóst baráttuanda og sjálfstrausti. Hér heima gróðursetti hún tré og margir töluðu af fyrirlitningu um þann fallega og skáldlega sið, að skilja eftir sig hvar sem maður kæmi eitthvað sem gæti vaxið og orðið að skjóli. Hvað er vald, ef ekki það? Við erum því ekki að velja annaðhvort vald eða valdaleysi í komandi kosningum. Við erum að velja hvers konar vald okkur finnst við hæfi í þessu embætti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun