Efnahagslífið í Danmörku er á uppleið á ný eftir samdráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur var í landinu á fyrsta fjórðungi, samkvæmt nýjum hagtölum.
Vöxturinn er vissulega hóflegur og hefur ekki mikil áhrif á atvinnulífið, en sérfræðingar líta á þetta sem ákveðinn vendipunkt. Danskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri þar sem atvinnuleysi, skuldir heimila og hrun húsnæðismarkaðarins hafa valdið ugg.
Vöxturinn felst í minniháttar aukningu í einkaneyslu, fjárfestingu og opinberum útgjöldum. - þj
Vendipunktur með hagvexti
