Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti