Það skiptir máli hverjir stjórna Guðbjartur Hannesson skrifar 5. maí 2012 06:00 Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun