Allt of mikið uppi á borðinu Pawel Bartoszek skrifar 4. maí 2012 06:00 Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira. Ekkert af þessu ætti að koma okkur sérlega á óvart. Flest af því sem fólk gerir á Facebook og öðrum samskiptasíðum er auðvit-að geymt. Margt af því er notað í þágu þeirra fyrirtækja sem gögnin geyma. Fyrirtækin nota gögnin til dæmis til að persónu-sníða auglýsingar að áhugasviði hvers og eins. Þær auglýsingar sem runnu í gegnum gmailið mitt í morgun tengdust útihlaupum, tungumálanámi og IKEA; neyðarlega nákvæm lýsing á persónuleika mínum. Lönd fara ólíkt að þegar kemur að aðgengi almennings að persónuupplýsingum og heimildum til hvers kyns söfnunar þeirra. Í Póllandi, þar sem ég þekki aðeins til, virðist vernd persónuupplýsinga almennt vera tekin alvarlegar heldur en á Íslandi. Þannig eru sjaldnast nöfn á dyrabjöllum eða póstkössum. Þá er heldur ekki að finna neinar símaskrár sambærilegar Já.is að umfangi, og þær sem til eru bjóða upp á mjög takmarkaða leitarmöguleika. Fái menn ekki persónulega símanúmerið hjá einhverjum þá er ólíklegt að þeir finni það með öðrum leiðum. Á Íslandi er staðan önnur. Þjóðskráin er opin upp á gátt. Auðveldlega má komast að því hvar hver og einn býr, hver býr þar með honum, og hvenær þeir allir eru fæddir. Samkvæmt reglugerðum er mönnum beinlínis skylt að setja nöfn á bréfalúgur svo allir viti hver búi í viðkomandi íbúð. Margt af þessu getur haft praktíska kosti en hefur líka þau áhrif að þeir sem vilja hnýsast um einkalíf annarra rekast ekki á marga veggi. Það kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvar Jóhanna Sigurðardóttir á heima. Einhver hálfviti sem ætlaði að sprengja sprengju við íbúð hennar kunni ekki nógu vel á netið til að finna heimilisfangið. Við getum þá rétt ímyndað okkur hvaða skaða einhver reyndari netverji með einbeittari brotavilja gæti valdið. Vonandi að við þurfum ekki að komast að því af illri raun. En þetta hefur í raun þegar valdið vandræðum. Eitthvað lið mætti til dæmis heim til Þorgerðar Katrínar og kúgaði hana til að segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Aðrir íslenskir stjórnmálamenn hafa lent í svipuðu. Kannski má með einhverjum hætti reyna að halda því fram að þeir sem gerast opinberar persónur geti ekki gert sömu væntingar til einkalífs en aðrir. Engu að síður þá getur það ekki talist boðleg baráttuaðferð að láta kyndlaskríl hræða kjörna fulltrúa og fjölskyldur þeirra með því að taka sér stöðu fyrir utan heimili þeirra. Fullt af öðru fólki hefur svo alls ekkert gert til að afsala sér rétti til einkalífs og hinar opnu upplýsingar um heimilisföng geta auðveldlega valdið því þjáningum. Fólk ræður því ekki að börn þeirra leiðast út í neyslu og skulda glæpamönnum peninga. Fólk ræður því ekki endilega hvort það verður vitni að glæp. Eða hvort það verður fórnarlamb glæps. Við Íslendingar höfum gjarnan stært okkur af því að hér á landi sé allt svo opið og saklaust að hér séu forsætisráðherrar og borgarstjórar auðfundnir í símaskrám. Það er spurning hvort við þurfum ekki að endurskoða þá sýn. Hið mikla magn af persónuupplýsingum sem fólk dreifir á hvers kyns samskiptasíðum gefur vissulega til kynna að flestir Íslendingar séu, enn sem komið er, tiltölulega áhugalitlir um eigin persónuvernd, eða í það minnsta meti kosti þess að aðrir viti mikið um þá meira en gallana. Það er í sjálfu sér gott og blessað ef fólk ræður því sjálft. Ríkið ætti hins vegar ekki að veita öllum sem vilja greiðan aðgang að viðkvæmum upplýsingum um einkahagi fólks. Endurskoða ætti opinbera birtingu á heimilisföngum manna, fjölskylduaðstæðum þeirra og tekjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira. Ekkert af þessu ætti að koma okkur sérlega á óvart. Flest af því sem fólk gerir á Facebook og öðrum samskiptasíðum er auðvit-að geymt. Margt af því er notað í þágu þeirra fyrirtækja sem gögnin geyma. Fyrirtækin nota gögnin til dæmis til að persónu-sníða auglýsingar að áhugasviði hvers og eins. Þær auglýsingar sem runnu í gegnum gmailið mitt í morgun tengdust útihlaupum, tungumálanámi og IKEA; neyðarlega nákvæm lýsing á persónuleika mínum. Lönd fara ólíkt að þegar kemur að aðgengi almennings að persónuupplýsingum og heimildum til hvers kyns söfnunar þeirra. Í Póllandi, þar sem ég þekki aðeins til, virðist vernd persónuupplýsinga almennt vera tekin alvarlegar heldur en á Íslandi. Þannig eru sjaldnast nöfn á dyrabjöllum eða póstkössum. Þá er heldur ekki að finna neinar símaskrár sambærilegar Já.is að umfangi, og þær sem til eru bjóða upp á mjög takmarkaða leitarmöguleika. Fái menn ekki persónulega símanúmerið hjá einhverjum þá er ólíklegt að þeir finni það með öðrum leiðum. Á Íslandi er staðan önnur. Þjóðskráin er opin upp á gátt. Auðveldlega má komast að því hvar hver og einn býr, hver býr þar með honum, og hvenær þeir allir eru fæddir. Samkvæmt reglugerðum er mönnum beinlínis skylt að setja nöfn á bréfalúgur svo allir viti hver búi í viðkomandi íbúð. Margt af þessu getur haft praktíska kosti en hefur líka þau áhrif að þeir sem vilja hnýsast um einkalíf annarra rekast ekki á marga veggi. Það kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvar Jóhanna Sigurðardóttir á heima. Einhver hálfviti sem ætlaði að sprengja sprengju við íbúð hennar kunni ekki nógu vel á netið til að finna heimilisfangið. Við getum þá rétt ímyndað okkur hvaða skaða einhver reyndari netverji með einbeittari brotavilja gæti valdið. Vonandi að við þurfum ekki að komast að því af illri raun. En þetta hefur í raun þegar valdið vandræðum. Eitthvað lið mætti til dæmis heim til Þorgerðar Katrínar og kúgaði hana til að segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Aðrir íslenskir stjórnmálamenn hafa lent í svipuðu. Kannski má með einhverjum hætti reyna að halda því fram að þeir sem gerast opinberar persónur geti ekki gert sömu væntingar til einkalífs en aðrir. Engu að síður þá getur það ekki talist boðleg baráttuaðferð að láta kyndlaskríl hræða kjörna fulltrúa og fjölskyldur þeirra með því að taka sér stöðu fyrir utan heimili þeirra. Fullt af öðru fólki hefur svo alls ekkert gert til að afsala sér rétti til einkalífs og hinar opnu upplýsingar um heimilisföng geta auðveldlega valdið því þjáningum. Fólk ræður því ekki að börn þeirra leiðast út í neyslu og skulda glæpamönnum peninga. Fólk ræður því ekki endilega hvort það verður vitni að glæp. Eða hvort það verður fórnarlamb glæps. Við Íslendingar höfum gjarnan stært okkur af því að hér á landi sé allt svo opið og saklaust að hér séu forsætisráðherrar og borgarstjórar auðfundnir í símaskrám. Það er spurning hvort við þurfum ekki að endurskoða þá sýn. Hið mikla magn af persónuupplýsingum sem fólk dreifir á hvers kyns samskiptasíðum gefur vissulega til kynna að flestir Íslendingar séu, enn sem komið er, tiltölulega áhugalitlir um eigin persónuvernd, eða í það minnsta meti kosti þess að aðrir viti mikið um þá meira en gallana. Það er í sjálfu sér gott og blessað ef fólk ræður því sjálft. Ríkið ætti hins vegar ekki að veita öllum sem vilja greiðan aðgang að viðkvæmum upplýsingum um einkahagi fólks. Endurskoða ætti opinbera birtingu á heimilisföngum manna, fjölskylduaðstæðum þeirra og tekjum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun