Sér eftir látalátum við geðlækna 26. apríl 2012 01:30 Frá réttarsal í Ósló Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum og lögreglumanni.nordicphotos/AFP „Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
„Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“