Klíkan og kjötkatlarnir Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra?
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun