Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu Ísak Rúnarsson og Rúnar Helgi Vignisson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun