Innlent

Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn

eygló harðardóttir
eygló harðardóttir
„Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka," segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir.

Hún minnir á að það fyrsta sem þingmenn geri þegar þeir taka sæti á Alþingi sé að sverja eið að stjórnarskránni. Það sýni að hún sé undirstaða stjórnskipunar landsins.

Eygló segir það hve Geir gerði lítið úr stjórnarskrárbrotinu séu kannski skiljanleg viðbrögð í ljósi þess að dómur var nýfallinn. „En þetta er það sem við eigum að gera, við eigum að fara að stjórnarskránni."- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×