Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið 21. apríl 2012 14:45 Anders Behring Breivik hélt áfram vitnisburði sínum í gær og lýsti fyrir viðstöddum morðunum í Útey með nákvæmum hætti. nordicphotos/afp Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira