Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland 20. apríl 2012 06:00 Breivik heilsaði ekki að nasista-sið þegar hann gekk í dómsalinn í gær. Verjandi hans, Geir Lippestad, fylgdist með framburði hans.nordicphotos/afp Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent