Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Holding 19. apríl 2012 09:30 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. Fréttablaðið/Anton Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira