Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Holding 19. apríl 2012 09:30 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. Fréttablaðið/Anton Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira