Stærir sig af fjöldamorðum 18. apríl 2012 13:00 Anders Behring Breivik gengur til vitnastúku og býr sig undir að lesa upp yfirlýsingu sína. nordicphotos/AFP Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent