Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 07:30 Íslandsmeistaralið Njarðvíkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. Fréttablaðið/Daníel Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt." Dominos-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira