Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín Pawel Bartoszek skrifar 13. apríl 2012 06:00 Í drögum að nýjum lögum um trúfélög er gerð sú breyting að börn verða ekki alltaf sjálfkrafa skráð í trúfélag móður, en samt eiginlega oftast. Börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð og í sama trúfélagi verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldranna. Börn einstæðra mæðra verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag móður. Breytingin tekur því helst til barna þar sem foreldrarnir fara saman með forsjá en tilheyra ólíkum trúfélögum. Í þeim tilfellum þurfa foreldrarnir að taka sameiginlega ákvörðun um skráningu barnsins í trúfélag. Þetta er hænuskref í rétta átt en miðað við viðbrögð Biskupsstofu hefði mátt halda að verið væri að gera allt aðra breytingu, þ.e.a.s. að verið væri að afnema með öllu sjálfkrafa trúfélagaskráningu barna við fæðingu. Það væri auðvitað rétt breyting. Ríkið hefur ekkert með það að gera að halda skrá um það hvaða trúfélögum hver og einn tilheyrir. Hvað þá að það eigi að skrá fólk sjálfkrafa í söfnuði í samræmi við einhverjar ætternisreglur. Biskupsstofa heldur því fram að umræddar breytingar séu íþyngjandi fyrir trúfélög. Auðvitað er það rétt. Ef óeðlileg forréttindi eru afnumin íþyngir það þeim sem þeirra nutu áður. En gæði lagabreytinga á ekki að meta með þessum hætti. Hugsum þetta frekar svona: Ef börn væru ekki skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu, myndi einhver leggja til að það yrði gert? Sjálfkrafa trúaðurÞegar ég gekk um seinustu aldamót inn í Þjóðskrá til að skrá mig utan trúfélaga var mér sagt að ég væri þá skráður í kaþólska söfnuðinn. Þetta var ekki í samræmi við þá upplifun sem ég hafði af trúaruppeldi mínu og ég vildi athuga nánar hvernig á þessu gæti staðið. Svarið sem ég fékk var að á sínum tíma, þegar fjölskylda mín kom fyrst til landsins, hafi fólk verið sjálfkrafa skráð í ríkjandi trúfélag þess ríkis sem það kom frá. Grínlaust. Mér var sagt að þessu verklagi hefði síðan verið breytt. Auðvitað má segja að það hafi verið „íþyngjandi" fyrir kaþólska söfnuðinn, rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða félög múslíma að fá ekki sjálfkrafa til sín þá Pólverja, Rússa eða Egypta sem til landsins flytja. En félagafrelsi trompar þægindarök félagasamtaka. Fólk á ekki að þurfa að skrá sig úr félagi sem það skráði sig aldrei í. Já, og vissi ekki einu sinni að það væri skráð í. Skráningum fylgja peningar. Sá sem skráður er í trúfélag styrkir málstað þess með rúmum níu þúsund krónum á ári. Það er síðan ekki eins og öll þessi félög séu einhverjir jógaklúbbar. Þjóðkirkjan sjálf hefur frekar verið í hlutverki bremsunnar í sumum framfaramálum fremur en hitt. Mörg annarra trúfélaga sem hér starfa eru síðan alþjóðleg og aðhafast ýmislegt hér og þar um heiminn, berjast til dæmis gegn smokkanotkun í Afríku eða beita sér fyrir setningu laga eins og þeirra í Pétursborg sem banna jákvæða umfjöllum um samkynhneigð. Fjölmörg þeirra hafa mismunum gegn konum og samkynhneigðum á kenningaskrá sinni. Sum hóta mönnum sem hverfa frá trúnni öllu illu. Það má í raun segja að ef taka ætti alvarlega þá grein stjórnarskrárinnar sem segir að trúfélögum væri óheimilt að „kenna neitt sem væri andstætt góðu siðferði", væru nokkur þeirra í bobba. Ég veit ekki hvað mér finnst um að slík félög gegni opinberu hlutverki og ég veit ekki hvað mér finnst um að börn séu yfirhöfuð skráð í þau. En að það sé gert sjálfkrafa? Sóknargjöld hinna óskírðuNú vill svo til að það er sérstök athöfn, skírn, þar sem börn eru tekin inn í kristna kirkju. Í Danmörku eru börn einmitt skráð í kirkjuna við skírn. Ef við á annað borð höldum því grunnfyrirkomulagi að ríkið haldi utan um trúfélagaskráningu og leyfi skráningu barna í slík félög, þá hljómar þetta sem rökréttur tímapunktur. Hvað væri ósanngjarnt eða íþyngjandi við það fyrirkomulag? Hverju sækist Þjóðkirkjan þá annars eftir? Sóknargjöldum þeirra sem eiga mæður í Þjóðkirkjunni, en voru aldrei skírðir? Ekki verður séð að hún eigi réttláta heimtingu á því fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Í drögum að nýjum lögum um trúfélög er gerð sú breyting að börn verða ekki alltaf sjálfkrafa skráð í trúfélag móður, en samt eiginlega oftast. Börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð og í sama trúfélagi verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldranna. Börn einstæðra mæðra verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag móður. Breytingin tekur því helst til barna þar sem foreldrarnir fara saman með forsjá en tilheyra ólíkum trúfélögum. Í þeim tilfellum þurfa foreldrarnir að taka sameiginlega ákvörðun um skráningu barnsins í trúfélag. Þetta er hænuskref í rétta átt en miðað við viðbrögð Biskupsstofu hefði mátt halda að verið væri að gera allt aðra breytingu, þ.e.a.s. að verið væri að afnema með öllu sjálfkrafa trúfélagaskráningu barna við fæðingu. Það væri auðvitað rétt breyting. Ríkið hefur ekkert með það að gera að halda skrá um það hvaða trúfélögum hver og einn tilheyrir. Hvað þá að það eigi að skrá fólk sjálfkrafa í söfnuði í samræmi við einhverjar ætternisreglur. Biskupsstofa heldur því fram að umræddar breytingar séu íþyngjandi fyrir trúfélög. Auðvitað er það rétt. Ef óeðlileg forréttindi eru afnumin íþyngir það þeim sem þeirra nutu áður. En gæði lagabreytinga á ekki að meta með þessum hætti. Hugsum þetta frekar svona: Ef börn væru ekki skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu, myndi einhver leggja til að það yrði gert? Sjálfkrafa trúaðurÞegar ég gekk um seinustu aldamót inn í Þjóðskrá til að skrá mig utan trúfélaga var mér sagt að ég væri þá skráður í kaþólska söfnuðinn. Þetta var ekki í samræmi við þá upplifun sem ég hafði af trúaruppeldi mínu og ég vildi athuga nánar hvernig á þessu gæti staðið. Svarið sem ég fékk var að á sínum tíma, þegar fjölskylda mín kom fyrst til landsins, hafi fólk verið sjálfkrafa skráð í ríkjandi trúfélag þess ríkis sem það kom frá. Grínlaust. Mér var sagt að þessu verklagi hefði síðan verið breytt. Auðvitað má segja að það hafi verið „íþyngjandi" fyrir kaþólska söfnuðinn, rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða félög múslíma að fá ekki sjálfkrafa til sín þá Pólverja, Rússa eða Egypta sem til landsins flytja. En félagafrelsi trompar þægindarök félagasamtaka. Fólk á ekki að þurfa að skrá sig úr félagi sem það skráði sig aldrei í. Já, og vissi ekki einu sinni að það væri skráð í. Skráningum fylgja peningar. Sá sem skráður er í trúfélag styrkir málstað þess með rúmum níu þúsund krónum á ári. Það er síðan ekki eins og öll þessi félög séu einhverjir jógaklúbbar. Þjóðkirkjan sjálf hefur frekar verið í hlutverki bremsunnar í sumum framfaramálum fremur en hitt. Mörg annarra trúfélaga sem hér starfa eru síðan alþjóðleg og aðhafast ýmislegt hér og þar um heiminn, berjast til dæmis gegn smokkanotkun í Afríku eða beita sér fyrir setningu laga eins og þeirra í Pétursborg sem banna jákvæða umfjöllum um samkynhneigð. Fjölmörg þeirra hafa mismunum gegn konum og samkynhneigðum á kenningaskrá sinni. Sum hóta mönnum sem hverfa frá trúnni öllu illu. Það má í raun segja að ef taka ætti alvarlega þá grein stjórnarskrárinnar sem segir að trúfélögum væri óheimilt að „kenna neitt sem væri andstætt góðu siðferði", væru nokkur þeirra í bobba. Ég veit ekki hvað mér finnst um að slík félög gegni opinberu hlutverki og ég veit ekki hvað mér finnst um að börn séu yfirhöfuð skráð í þau. En að það sé gert sjálfkrafa? Sóknargjöld hinna óskírðuNú vill svo til að það er sérstök athöfn, skírn, þar sem börn eru tekin inn í kristna kirkju. Í Danmörku eru börn einmitt skráð í kirkjuna við skírn. Ef við á annað borð höldum því grunnfyrirkomulagi að ríkið haldi utan um trúfélagaskráningu og leyfi skráningu barna í slík félög, þá hljómar þetta sem rökréttur tímapunktur. Hvað væri ósanngjarnt eða íþyngjandi við það fyrirkomulag? Hverju sækist Þjóðkirkjan þá annars eftir? Sóknargjöldum þeirra sem eiga mæður í Þjóðkirkjunni, en voru aldrei skírðir? Ekki verður séð að hún eigi réttláta heimtingu á því fé.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun