Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot 13. apríl 2012 10:30 Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33
Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15