Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring 30. mars 2012 06:30 kínverskt munaðarleysingjahæli Kínverskt barn horfir á milli rimlanna í rúmi sínu á munaðarleysingjahæli. Um 160 kínversk börn hafa eignast íslenska foreldra í gegnum Íslenska ættleiðingu. Nordicphotos/afp Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira