Skjótur frami Nicki Minaj 2. apríl 2012 23:00 Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp