Viðskipti erlent

Veðurskynjari í síma

hvar er næsta regnhlíf?
Ferðmenn í rigningu í Reykjavík. Í framtíðinni gætu þeir nýtt sér auglýsingar frá Google.
fréttablaðið/anton
hvar er næsta regnhlíf? Ferðmenn í rigningu í Reykjavík. Í framtíðinni gætu þeir nýtt sér auglýsingar frá Google. fréttablaðið/anton
Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna.

Fari svo að Google hefji gerð slíkra auglýsinga verða farsímar framtíðarinnar með skynjurum sem skrá niður upplýsingar á borð við hitastig, rakastig, birtu og hljóð.

Samkvæmt BBC telja gagnrýnendur þessara tegunda auglýsinga að með slíkum farsímum verði brotið á friðhelgi einkalífs fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×