Poppdrottning snýr aftur 22. mars 2012 11:00 Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira