Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið 20. mars 2012 23:30 Til Ísrael Lík þriggja barna og föður tveggja þeirra, sem voru skotin til bana við skóla gyðinga á mánudag, voru flutt til Ísrael í gær þar sem þau verða jarðsett.Fréttablaðið/AP Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira