Erlent

Romney vann stórisgur í Púertó Ríkó

kosningabaráttan Mitt og Ann Romney hafa eytt síðustu dögum í Illinois í kosningabaráttu, enda eru forkosningar þar í dag. Þau báru fram þessa pönnuköku á veitingastað í Springfield í gær. fréttablaðið/ap
kosningabaráttan Mitt og Ann Romney hafa eytt síðustu dögum í Illinois í kosningabaráttu, enda eru forkosningar þar í dag. Þau báru fram þessa pönnuköku á veitingastað í Springfield í gær. fréttablaðið/ap
Mitt Romney vann stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í Púertó Ríkó á sunnudag. Romney hlaut yfir áttatíu prósent atkvæða og alla tuttugu kjörmennina.

Romney hefur nú fengið 521 kjörmenn á meðan helsti keppinautur hans, Rick Santorum, hefur fengið 253. Newt Gingrich er með 136 kjörmenn og Ron Paul 50. 1.144 kjörmenn þarf til að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins á ársfundi hans í ágúst.

Eiginkona Romney, Ann Romney, hvatti repúblikana í gær til þess að fylkja sér um hann. Hún sagði tímabært að þeir stæðu saman og styddu einn frambjóðanda svo hægt væri að beina sjónum að því að sigra demókratann Barack Obama í forsetakosningunum.

Santorum segist hins vegar langt frá því að hætta baráttunni. Hann sagði það blessun fyrir sig að fólk vanmeti hann iðulega. Forkosningar verða í Illinois í dag og Louisiana á laugardag. Enn á eftir að kjósa í um helmingi ríkjanna.

Obama forseti hefur hert á fjáröflun sinni fyrir kosningarnar undanfarið. Hann safnaði 45 milljónum dollara í febrúar og hefur safnað um 300 milljónum samtals fyrir kosningarnar.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×