Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2012 07:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán „Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00