Platan Haglél með Mugison, sem seldist eins og heitar lummur fyrir jólin, er síður en svo hætt að seljast eins og efsta sæti Tónlistans ber vott um.
Hún hefur á þessu ári selst í um 1.500 eintökum sem verður að teljast mjög góður árangur miðað við að hún kom út á síðasta ári. Haglél er söluhæsta plata Mugisons til þessa. Hún hefur selst í um 31 þúsund eintökum en síðasta plata hans og sú næstsöluhæsta, Mugiboogie, hefur selst í 25 þúsund eintökum. -fb
