Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði 15. mars 2012 07:00 Fjármálaráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í Brussel. fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku. Grikkir fá því 39,4 milljarða evra greidda smám saman, sem á að duga þeim til að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum. Fjármálaráðherrarnir hafa einnig samþykkt að beita refsiaðgerðum gegn Ungverjalandi vegna þess að fjárlagahalli landsins fer fram úr þeim mörkum sem reglur ESB segja til um. Margarethe Vestager, fjármálaráðherra Danmerkur, segir að þessi ákvörðun verði reyndar endurskoðuð í júní, áður en til framkvæmda refsiaðgerðanna kemur, en þær felast í því að Ungverjar fá ekki greiddar þær 495 milljónir evra úr þróunarsjóðum ESB sem þeir annars ættu rétt á. Á hinn bóginn samþykktu evruríkin að veita Spánverjum svigrúm til þess að vera með 5,3 prósenta fjárlagahalla í ár, eða nokkru hærri halla en áður hafði verið gerð krafa um. Spánverjar fá hins vegar ekki að hafa hallann 5,8 prósent, eins og þeir höfðu þó boðað, og þurfa því að finna ný sparnaðarráð í ríkisrekstri upp á 0,5 prósent.- gb Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku. Grikkir fá því 39,4 milljarða evra greidda smám saman, sem á að duga þeim til að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum. Fjármálaráðherrarnir hafa einnig samþykkt að beita refsiaðgerðum gegn Ungverjalandi vegna þess að fjárlagahalli landsins fer fram úr þeim mörkum sem reglur ESB segja til um. Margarethe Vestager, fjármálaráðherra Danmerkur, segir að þessi ákvörðun verði reyndar endurskoðuð í júní, áður en til framkvæmda refsiaðgerðanna kemur, en þær felast í því að Ungverjar fá ekki greiddar þær 495 milljónir evra úr þróunarsjóðum ESB sem þeir annars ættu rétt á. Á hinn bóginn samþykktu evruríkin að veita Spánverjum svigrúm til þess að vera með 5,3 prósenta fjárlagahalla í ár, eða nokkru hærri halla en áður hafði verið gerð krafa um. Spánverjar fá hins vegar ekki að hafa hallann 5,8 prósent, eins og þeir höfðu þó boðað, og þurfa því að finna ný sparnaðarráð í ríkisrekstri upp á 0,5 prósent.- gb
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira