Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2012 07:30 Sigurður Ragnar segir að það sé of stórt stökk fyrir leikmenn sem ganga upp úr U-19 landsliðinu að fara beint í A-landsliðið. fréttablaðið/vilhelm Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira