Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2012 07:30 Sigurður Ragnar segir að það sé of stórt stökk fyrir leikmenn sem ganga upp úr U-19 landsliðinu að fara beint í A-landsliðið. fréttablaðið/vilhelm Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira