Lífið

Eykur jafnvægið

Iðkun íþróttarinnar getur komið sér vel fyrir Parkinsonsjúklinga.
Iðkun íþróttarinnar getur komið sér vel fyrir Parkinsonsjúklinga.
Með því að iðka tai chi tvisvar í viku getur fólk með Parkinsonsjúkdóminn átt auðveldara með að halda jafnvægi. Iðkun þessarar kínversku bardagalistar virðist auka stöðugleika í ökklunum á fólki með sjúkdóminn. Það á líka auðveldara með að hafa stjórn á líkamsstöðu sinni og á auðveldara með gang. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var unnin við Oregon-stofnunina í borginni Eugene og birtist í New England Journal of Medicine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×