Ætlað samþykki Pawel Bartoszek skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Nokkrir þingmenn vilja breyta lögum á þann hátt að líffæri verði tekin úr látnum mönnum nema að þeir hafi beðið um annað. Ekki ætla ég að ætla að þeim gangi annað en gott til en eitthvað er óþægilegt við það að vefir okkar renni sjálfkrafa til samfélagsins að okkur látnum. Frekar en að taka „rétta" ákvörðun fyrir alla, ætti að gera öllum auðvelt að taka rétta ákvörðun. Íslenskir aðstandendur veita leyfi til líffæragjafar í 60% tilfella. Vonandi að þetta hlutfall hækki, og mínir aðstandendur hafa leyfi til að toga það í rétta átt ef á það kann að reyna. En hluta skýringa á því hvers vegna 40% aðstandenda neita óskum um líffæragjöf má eflaust rekja til þess að mönnum er ekki gert auðvelt að koma vilja sínum á framfæri á meðan þeir eru lifandi. Þannig þurfa fjölskyldur bráðkvaddra manna oft að taka ákvörðun sem þær hafa kannski ekki haft tíma til að melta. DauðaskráGúgli menn „líffæragjöf" lenda þeir á síðu Landlæknis. Þar er bæklingur um líffæragjafir eyðublað fyrir svokallaða „lífsskrá"" sem er raunar dálítið öfugnefni í ljósi þess að skráin geymir aðallega óskir manna í tengslum við dauðann. Stór hluti textans er raunar þegar skrifaður. Til dæmis: „Ef ég undirrituð/aður verð fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum sjúkdóma eða slysa þannig að litlar eða engar líkur eru á að ég muni aftur verða meðvituð/aður um umhverfi mitt og geta tjáð vilja minn og skoðanir á lífinu, óska ég eftir að eftirfarandi verði virt: Ekki verði gripið til aðgerða sem beinast að því að lengja líf mittEf hafnar eru aðgerðir sem beinast að því að lengja líf mitt þá verði þeim þegar hætt.[…]" Ég sat yfir þessum orðum í vikunni en einhvern veginn fannst mér erfitt að kvitta undir þau. Kannski var það bara stíllinn. Mér fannst textinn skrifaður af einhverjum sem sæst hefði við örlög sín og biði brottfararinnar með stóískri ró. Sjálfan langar mig ekkert að vera dauður, og fannst það kannski ekki koma nægilega skýrt fram. Líklegast er rétt að menn fái að ýta á off-takkann ef engar líkur eru á því að ég komist til meðvitundar aftur, þá má nú alveg endilega halda henni gangandi þótt þær séu litlar. Kannski smámunasemi, en samt. Ég fór út af sporinu. Partý dauðansEn segjum svo að ég hefði áttað mig á því að umrædd klausa væri í fínu lagi, og að ég hefði orðið fúll út í hana fyrir að minna mig á óumflýjanleg örlögin frekar en annað. Segjum að ég fyllti út restina á „lífsskránni" þ.m.t. ósk um að gerast líffæragjafi. Þá er næsta verk framundan: Að finna sér einn umboðsmann og tvo til vara. Svo þarf að ræða við þetta fólk. Síðan þarf tvo votta, aðra en umboðsmann eða varaumboðsmenn. Tilraun til að gera yfirvöldum grein fyrir viljanum til að gefa líffæri krafðist sem sagt aðkomu fimm annarra einstaklinga. Hún krafðist líka þess að við félagarnir myndum svo einhvern tímann hittast og spjalla um dauðann. Frábært partý. Komist menn heilir í gegnum þessar vangaveltur um eigið andlát þarf bara að prenta skjalið út í fjórriti, láta sexmenningana undirrita öll eintökin, senda eitt til Landlæknis, annað til heimilislæknis, láta umboðsmann geyma það þriðja og halda því fjórða sjálfur. Þá ætti vilji manna að vera nokkuð ljós. Þetta ferli er eflaust gagnlegt og gott, en væri nú ekki einfaldara ef menn gætu bara farið á einhverja vefsíðu, skrifað inn kennitöluna og fengið bréf heim? Eða merkt við eitthvað í skattframtalinu samtímis og þeir klóra sér í hausnum yfir spurningunni um „slysatryggingu við heimilisstörf"? Það á ekki að þurfa aðkomu fimm manna og samnings í fjórriti til að geta skuldbundið sig til að hjálpa öðru fólki. En kannski væri rétt skref að einfalda það ferli áður en menn taka ákvörðunina fyrir fólk og fara að krefjast sömu pappírsvinnu af þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að gefa ekki líffæri sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Nokkrir þingmenn vilja breyta lögum á þann hátt að líffæri verði tekin úr látnum mönnum nema að þeir hafi beðið um annað. Ekki ætla ég að ætla að þeim gangi annað en gott til en eitthvað er óþægilegt við það að vefir okkar renni sjálfkrafa til samfélagsins að okkur látnum. Frekar en að taka „rétta" ákvörðun fyrir alla, ætti að gera öllum auðvelt að taka rétta ákvörðun. Íslenskir aðstandendur veita leyfi til líffæragjafar í 60% tilfella. Vonandi að þetta hlutfall hækki, og mínir aðstandendur hafa leyfi til að toga það í rétta átt ef á það kann að reyna. En hluta skýringa á því hvers vegna 40% aðstandenda neita óskum um líffæragjöf má eflaust rekja til þess að mönnum er ekki gert auðvelt að koma vilja sínum á framfæri á meðan þeir eru lifandi. Þannig þurfa fjölskyldur bráðkvaddra manna oft að taka ákvörðun sem þær hafa kannski ekki haft tíma til að melta. DauðaskráGúgli menn „líffæragjöf" lenda þeir á síðu Landlæknis. Þar er bæklingur um líffæragjafir eyðublað fyrir svokallaða „lífsskrá"" sem er raunar dálítið öfugnefni í ljósi þess að skráin geymir aðallega óskir manna í tengslum við dauðann. Stór hluti textans er raunar þegar skrifaður. Til dæmis: „Ef ég undirrituð/aður verð fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum sjúkdóma eða slysa þannig að litlar eða engar líkur eru á að ég muni aftur verða meðvituð/aður um umhverfi mitt og geta tjáð vilja minn og skoðanir á lífinu, óska ég eftir að eftirfarandi verði virt: Ekki verði gripið til aðgerða sem beinast að því að lengja líf mittEf hafnar eru aðgerðir sem beinast að því að lengja líf mitt þá verði þeim þegar hætt.[…]" Ég sat yfir þessum orðum í vikunni en einhvern veginn fannst mér erfitt að kvitta undir þau. Kannski var það bara stíllinn. Mér fannst textinn skrifaður af einhverjum sem sæst hefði við örlög sín og biði brottfararinnar með stóískri ró. Sjálfan langar mig ekkert að vera dauður, og fannst það kannski ekki koma nægilega skýrt fram. Líklegast er rétt að menn fái að ýta á off-takkann ef engar líkur eru á því að ég komist til meðvitundar aftur, þá má nú alveg endilega halda henni gangandi þótt þær séu litlar. Kannski smámunasemi, en samt. Ég fór út af sporinu. Partý dauðansEn segjum svo að ég hefði áttað mig á því að umrædd klausa væri í fínu lagi, og að ég hefði orðið fúll út í hana fyrir að minna mig á óumflýjanleg örlögin frekar en annað. Segjum að ég fyllti út restina á „lífsskránni" þ.m.t. ósk um að gerast líffæragjafi. Þá er næsta verk framundan: Að finna sér einn umboðsmann og tvo til vara. Svo þarf að ræða við þetta fólk. Síðan þarf tvo votta, aðra en umboðsmann eða varaumboðsmenn. Tilraun til að gera yfirvöldum grein fyrir viljanum til að gefa líffæri krafðist sem sagt aðkomu fimm annarra einstaklinga. Hún krafðist líka þess að við félagarnir myndum svo einhvern tímann hittast og spjalla um dauðann. Frábært partý. Komist menn heilir í gegnum þessar vangaveltur um eigið andlát þarf bara að prenta skjalið út í fjórriti, láta sexmenningana undirrita öll eintökin, senda eitt til Landlæknis, annað til heimilislæknis, láta umboðsmann geyma það þriðja og halda því fjórða sjálfur. Þá ætti vilji manna að vera nokkuð ljós. Þetta ferli er eflaust gagnlegt og gott, en væri nú ekki einfaldara ef menn gætu bara farið á einhverja vefsíðu, skrifað inn kennitöluna og fengið bréf heim? Eða merkt við eitthvað í skattframtalinu samtímis og þeir klóra sér í hausnum yfir spurningunni um „slysatryggingu við heimilisstörf"? Það á ekki að þurfa aðkomu fimm manna og samnings í fjórriti til að geta skuldbundið sig til að hjálpa öðru fólki. En kannski væri rétt skref að einfalda það ferli áður en menn taka ákvörðunina fyrir fólk og fara að krefjast sömu pappírsvinnu af þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að gefa ekki líffæri sín.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun