Þjarkað áfram um skuldir Grikklands 25. janúar 2012 01:30 Á fundi í Brussel Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, á fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins í Brussel. Francois Baroin og Margrethe Vestager, fjármálaráðherrar Frakklands og Danmerkur, skiptast einnig á orðum. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira