Erlent

Niinistö mætir Haavisto

Haavisto og Niinistö Niinistö er talinn mun sigurstranglegri í seinni umferð kosninganna.Nordicphotos/afp
Haavisto og Niinistö Niinistö er talinn mun sigurstranglegri í seinni umferð kosninganna.Nordicphotos/afp
Sauli Niinistö, fyrrum fjármálaráðherra úr flokki íhaldsmanna, og Pekka Haavisto, þingmaður úr flokki græningja, munu mætast í annarri umferð finnsku forsetakosninganna.

Fyrstu tölur bentu til þess að Paavo Väyrynen, fyrrum utanríkisráðherra úr Miðflokknum, myndi mæta Niinistö í annarri umferðinni en eftir því sem talningunni vatt fram á sunnudagskvöld tók Haavisto fram úr honum. Niinistö fékk alls 37 prósent atkvæða og Haavisto 18,8 prósent.

Väyrynen hlaut hins vegar 17,5 prósent. Haavisto er fyrsti samkynhneigði stjórnmálamaðurinn sem býður sig fram til forseta á Norðurlöndunum en er talinn ólíklegur til að sigra Niinistö í seinni umferðinni.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×