Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 06:30 Ungir dansarar í keppni á Reykjavíkurleikunum í gær. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti." Íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti."
Íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira