Lokað vegna mótmæla 19. janúar 2012 08:00 Lokað í sólarhring Svartur skjár blasti við notendum ensku útgáfunnar af Wikipediu í gær. nordicphotos/AFP Áform Bandaríkjaþings um að tryggja hugverkarétt á netinu gagnrýnd fyrir að ganga of langt. Bandaríkjaforseti hefur tekið undir gagnrýnina. Alfræðivefurinn Wikipedia lá niðri í gær til að vekja athygli á baráttu gegn tveimur lagafrumvörpum, sem nú eru til umræðu á Bandaríkjaþingi. Frumvörpin eiga að tryggja réttindi höfunda hugverka og torvelda þjófnað á hugverkum á netinu. Baráttufólk fyrir netfrelsi segir frumvörpin hins vegar meingölluð, því verði þau samþykkt þá gætu stjórnvöld notfært sér lagaheimildir til að loka óþægilegum vefsíðum án dómsúrskurðar. Aðstandendur Wikipediu tóku þátt í þessum mótmælum með því að loka ensku útgáfu alfræðivefsins í sólarhring. Fleiri vefir lágu niðri, þar á meðal fréttasíðan reddit.com og leitarsíðan Google setti svartan borða yfir heiti síðunnar. Frumvörpin tvö ganga undir skammstöfunum SOPA og PIPA, en þær standa fyrir Stop Online Piracy Act og Protect Intellectual Property Act, eða Lög gegn netþjófnaði og Lög til verndar hugverkarétti. SOPA-frumvarpið var lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í október síðastliðnum en PIPA-frumvarpið var lagt fram í öldungadeildinni í maí á síðasta ári. Bæði frumvörpin hafa umtalsverðan stuðning beggja flokka í báðum deildunum, en andstæðingar þeirra segja að verði þau samþykkt þá verði frelsið, sem frá upphafi hefur verið talið eitt helsta aðalsmerki internetsins, verulega skert. Meðal annars er í frumvörpunum gert ráð fyrir því að rekendur vefsíðna, sem taka við efni frá notendum, eins og til dæmis Facebook og YouTube, þyrftu sjálfir að fylgjast grannt með öllu efni til að tryggja að ekki sé brotið gegn hugverkarétti. Þetta segja gagnrýnendur frumvarpanna að muni íþyngja vefsíðunum svo mjög, að þær yrðu vart starfhæfar. Í yfirlýsingu á Wikipediu segir: „Þetta er ekki vandamál sem eingöngu mun hafa áhrif á íbúa Bandaríkjanna heldur mun það hafa áhrif á fólk úti um allan heim.“ Skrifstofa Bandaríkjaforseta hefur reyndar lýst yfir stuðningi við kröfur mótmælenda með svo afgerandi hætti, að vart er við því að búast að frumvörpin verði að lögum í óbreyttri mynd: „Þótt við séum þeirrar skoðunar að netþjófnaður, sem stundaður er af erlendum vefsíðum, sé alvarlegt vandamál sem krefst alvarlegra viðbragða með löggjöf, þá munum við ekki styðja lög sem draga úr tjáningarfrelsi, draga úr netöryggi eða grafa undan hinu tápmikla og nýjungaskapandi interneti,“ segir í svari Hvíta hússins við opinberri beiðni, sem send var til Baracks Obama forseta, um að hann beiti neitunarvaldi sínu á lögin.gudsteinn@frettabladid.is Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Áform Bandaríkjaþings um að tryggja hugverkarétt á netinu gagnrýnd fyrir að ganga of langt. Bandaríkjaforseti hefur tekið undir gagnrýnina. Alfræðivefurinn Wikipedia lá niðri í gær til að vekja athygli á baráttu gegn tveimur lagafrumvörpum, sem nú eru til umræðu á Bandaríkjaþingi. Frumvörpin eiga að tryggja réttindi höfunda hugverka og torvelda þjófnað á hugverkum á netinu. Baráttufólk fyrir netfrelsi segir frumvörpin hins vegar meingölluð, því verði þau samþykkt þá gætu stjórnvöld notfært sér lagaheimildir til að loka óþægilegum vefsíðum án dómsúrskurðar. Aðstandendur Wikipediu tóku þátt í þessum mótmælum með því að loka ensku útgáfu alfræðivefsins í sólarhring. Fleiri vefir lágu niðri, þar á meðal fréttasíðan reddit.com og leitarsíðan Google setti svartan borða yfir heiti síðunnar. Frumvörpin tvö ganga undir skammstöfunum SOPA og PIPA, en þær standa fyrir Stop Online Piracy Act og Protect Intellectual Property Act, eða Lög gegn netþjófnaði og Lög til verndar hugverkarétti. SOPA-frumvarpið var lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í október síðastliðnum en PIPA-frumvarpið var lagt fram í öldungadeildinni í maí á síðasta ári. Bæði frumvörpin hafa umtalsverðan stuðning beggja flokka í báðum deildunum, en andstæðingar þeirra segja að verði þau samþykkt þá verði frelsið, sem frá upphafi hefur verið talið eitt helsta aðalsmerki internetsins, verulega skert. Meðal annars er í frumvörpunum gert ráð fyrir því að rekendur vefsíðna, sem taka við efni frá notendum, eins og til dæmis Facebook og YouTube, þyrftu sjálfir að fylgjast grannt með öllu efni til að tryggja að ekki sé brotið gegn hugverkarétti. Þetta segja gagnrýnendur frumvarpanna að muni íþyngja vefsíðunum svo mjög, að þær yrðu vart starfhæfar. Í yfirlýsingu á Wikipediu segir: „Þetta er ekki vandamál sem eingöngu mun hafa áhrif á íbúa Bandaríkjanna heldur mun það hafa áhrif á fólk úti um allan heim.“ Skrifstofa Bandaríkjaforseta hefur reyndar lýst yfir stuðningi við kröfur mótmælenda með svo afgerandi hætti, að vart er við því að búast að frumvörpin verði að lögum í óbreyttri mynd: „Þótt við séum þeirrar skoðunar að netþjófnaður, sem stundaður er af erlendum vefsíðum, sé alvarlegt vandamál sem krefst alvarlegra viðbragða með löggjöf, þá munum við ekki styðja lög sem draga úr tjáningarfrelsi, draga úr netöryggi eða grafa undan hinu tápmikla og nýjungaskapandi interneti,“ segir í svari Hvíta hússins við opinberri beiðni, sem send var til Baracks Obama forseta, um að hann beiti neitunarvaldi sínu á lögin.gudsteinn@frettabladid.is
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira