Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Jovan Zdravevski hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. Fréttablaðið/Valli Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum