Fótbolti

Te og pönnukökur með Sir Alex hjálpaði Celtic

Neil Lennon.
Neil Lennon.
Árangur skoska liðsins Celtic í Meistaradeildinni hefur vakið mikla athygli. Liðið lagði Barcelona á heimavelli og er komið í sextán liða úrslit keppninnar.

Þjálfari liðsins, Neil Lennon, þakkar stjóra Man. Utd, Sir Alex Ferguson, að stóru leyti fyrir þennan flotta árangur. Hann hafi veitt þjálfarateyminu góð ráð og blásið þeim baráttuanda í brjóst.

"Hann gaf okkur tvo klukkutíma af sínum tíma sem hann þurfti alls ekki að gera. Mér fannst það vera frábært af honum," sagði Lennon um fund þeirra.

"Við funduðum á æfingasvæðinu og í herbergi á æfingasvæðinu. Höfðum það huggulegt. Fengum okkur te og pönnukökur.

"Kallinn var í miklu stuði og hefur lekið í okkur góðum ráðum í vetur. Það hjálpaði okkur. Sir Alex er eini stjórinn sem skrifaði mér bréf og óskaði mér til hamingju með titilinn í maí. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×