Rybolovlev keypti dýrstu fasteignina í Bandaríkjunum 2012 Magnús Halldórsson skrifar 24. desember 2012 16:30 Dýrasta fasteignin, sem keypt var í Bandaríkjunum, er í þessu húsi. Hún kostaði tæplega 12 milljarða króna. Mynd/ AP Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. Íbúðin er tíu herbergja, þar af fjögur svefnherbergi. Íburðurinn er mikill, svo ekki sé fastar að orðið kveðið, samkvæmt frásögn Forbes. Ryboloev hefur rokið upp listann yfir ríkustu menn heims undanfarin ár, en hann var í 79. sæti í fyrra. Síðan þá hefur hann látið til sín taka í fjárfestingum, meðal annars í Mónakó. Hann er nú meðal annars eigandi knattspyrnuliðsins FC Monaco. Grunnurinn að auðævum hans tengist olíuviðskiptum í Rússlandi. Sjá má lista yfir stærstu fasteignakaup milljarðamæringa í Bandaríkjunum á árinu 2012, samkvæmt samantekt Forbes, hér. Í öðru sæti á listanum yfir dýrustu keyptu eignina er vogunarsjóðsstjórinn John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dala, ríflega 2.500 milljarða króna, með því að taka skortstöðu gegn fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum árin 2006 og 2007. Skrifuð hefur verið bók um þau viðskipti, sem nefnist The Greates Trade Ever. Fasteignin sem Paulson keypti var skammt frá skíðasvæðinu í Aspen. Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. Íbúðin er tíu herbergja, þar af fjögur svefnherbergi. Íburðurinn er mikill, svo ekki sé fastar að orðið kveðið, samkvæmt frásögn Forbes. Ryboloev hefur rokið upp listann yfir ríkustu menn heims undanfarin ár, en hann var í 79. sæti í fyrra. Síðan þá hefur hann látið til sín taka í fjárfestingum, meðal annars í Mónakó. Hann er nú meðal annars eigandi knattspyrnuliðsins FC Monaco. Grunnurinn að auðævum hans tengist olíuviðskiptum í Rússlandi. Sjá má lista yfir stærstu fasteignakaup milljarðamæringa í Bandaríkjunum á árinu 2012, samkvæmt samantekt Forbes, hér. Í öðru sæti á listanum yfir dýrustu keyptu eignina er vogunarsjóðsstjórinn John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dala, ríflega 2.500 milljarða króna, með því að taka skortstöðu gegn fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum árin 2006 og 2007. Skrifuð hefur verið bók um þau viðskipti, sem nefnist The Greates Trade Ever. Fasteignin sem Paulson keypti var skammt frá skíðasvæðinu í Aspen.
Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira