Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum 28. desember 2012 11:17 Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira
Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira