Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 10:19 Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir. Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir.
Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira