Síðastliðinn fimmtudag kom bandarísk-íslenski dúetinn Low Roar fram á tónleikaseríunni Heineken Music á Slippbarnum. Fjöldi fólks kom og hlustaði á lágstemmda tónlist þeirra félaga sem naut sín afar vel í fallegu umhverfi Slippbarsins. Það er tónlistarveitan gogoyoko.com sem skipuleggur tónleikaseríuna fyrir Heineken og er frítt inn á alla tónleika.