Sport

NHL deilan er enn í hnút

Það eru ekki miklar líkur á því að deila eigenda og leikmannasamtaka í NHL-deildinni í íshokkí leysist á næstu vikum.
Það eru ekki miklar líkur á því að deila eigenda og leikmannasamtaka í NHL-deildinni í íshokkí leysist á næstu vikum.
Það eru ekki miklar líkur á því að deila eigenda og leikmannasamtaka í NHL-deildinni í íshokkí leysist á næstu vikum. Forsvarsmenn deildarinnar hafa frestað öllum leikjum sem voru á dagskrá í desember en alls er búið að aflýsa 422 leikjum og 104 leikir voru á dagskrá það sem eftir lifir af þessum mánuði.

Búið er að fresta rétt tæplega helming allra leikja sem voru á keppnisdagskrá tímabilsins sem átti að hefjast þann 11. okt. s.l.

Billy Daly, varaframkvæmdastjóri NHL, sagði um s.l. helgi að fundað yrði í deilunni í þessari viku en síðasti formlegi samningafundur sem fram fór um s.l. helgi bar engan árangur.

Deilan snýst að mestu um tekjuskiptingu eigenda og leikmannasamtaka NHL liðanna. Alls eru 30 lið í deildinni og talið er að 18 þeirra hafa ekki skilað hagnaði undanfarin misseri. Þetta er í fjórða sinn á síðustu 20 árum þar sem að keppnisdagskrá NHL deildarinnar fer í uppnám vegna deilu eigenda og leikmannasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×