Matthías ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2012 18:41 Matthías Haraldsson Mynd/Blaksamband Íslands Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún. Innlendar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sjá meira
Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún.
Innlendar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sjá meira