Gullbjörninn segir að Tiger hafi gott af samkeppni frá McIlroy 18. desember 2012 16:30 Tiger Woods er í þriðja sæti heimslistans í golfi. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy. Bob Harig, íþróttafréttamaður á ESPN, tók viðtal við Nicklaus á dögunum þar sem að „Gullbjörninn" tjáði sig um þessa stöðu. „Tiger er enn frábær kylfingur og hann hefur ekki misst áhugann á að vera í fremstu röð. Ég held að hann ætli sér að sýna hvað í honum býr. Samkeppnin er mun harðari en áður, og það eru fleiri kylfingar sem hafa getu til þess að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Ég held að þessi samkeppni eigi eftir að nýtast Tiger. Ég held að Tiger þurfi að fá nokkur högg áður en hann slær til baka. Hann er þannig persóna," sagði Nicklaus og bætti við. „Þannig á þetta að vera. Það vilja allir sigra og samkeppnin er glerhörð og það er gott fyrir golfíþróttina." Nicklaus er sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á einu af risamótunum fjórum. Bandaríkjamaðurinn sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Landi hans Tiger Woods kemur þar næstur í röðinni með 14 slíka sigra. Af þeim kylfingum sem eru enn að keppa er Phil Mickelson frá Bandaríkjunum þar á eftir með 4 sigra. Woods er í þriðja sæti heimslistans þessa stundina en Luke Donald frá Englandi er í öðru sæti á eftir McIlroy. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Íslandsvinurinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy. Bob Harig, íþróttafréttamaður á ESPN, tók viðtal við Nicklaus á dögunum þar sem að „Gullbjörninn" tjáði sig um þessa stöðu. „Tiger er enn frábær kylfingur og hann hefur ekki misst áhugann á að vera í fremstu röð. Ég held að hann ætli sér að sýna hvað í honum býr. Samkeppnin er mun harðari en áður, og það eru fleiri kylfingar sem hafa getu til þess að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Ég held að þessi samkeppni eigi eftir að nýtast Tiger. Ég held að Tiger þurfi að fá nokkur högg áður en hann slær til baka. Hann er þannig persóna," sagði Nicklaus og bætti við. „Þannig á þetta að vera. Það vilja allir sigra og samkeppnin er glerhörð og það er gott fyrir golfíþróttina." Nicklaus er sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á einu af risamótunum fjórum. Bandaríkjamaðurinn sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Landi hans Tiger Woods kemur þar næstur í röðinni með 14 slíka sigra. Af þeim kylfingum sem eru enn að keppa er Phil Mickelson frá Bandaríkjunum þar á eftir með 4 sigra. Woods er í þriðja sæti heimslistans þessa stundina en Luke Donald frá Englandi er í öðru sæti á eftir McIlroy.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Íslandsvinurinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira