Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri Magnús Halldórsson skrifar 19. desember 2012 10:23 Mario Draghi, æðsti maður Seðlabanka Evrópu, fær til sín enn meiri völd þegar sameiginlegu fjármálaeftirliti fyrir Evrópu í heild, verður komið á. Það mun starfa innan vébanda seðlabankans. Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.Seðlabankinn með þræðina í hendi sér Í fyrsta lagi verður eftirlitið á hendi Seðlabanka Evrópu að mestu leyti, og færir þar með enn meiri völd í hans hendur. Endanleg útfærsla á því hvernig eftirlitinu verður sinnt, nákvæmlega, liggur ekki fyrir en Seðlabanki Evrópu mun þurfa að fjölga starfsfólki um nærri þúsund til þess að gegna þessu nýja hlutverki. Einkum er horft til þess að bankinn muni þurfa að fjölga fólki með sérhæfða menntun á sviði kerfislægra þátta, svo sem áhættustýringu, lausafjárstýringu og útlánagreiningu. Þetta fólk er ekki svo auðveldlega á lausu, og talið að Seðlabankinn verði töluvert lengi að byggja upp starfsemi sína á þessu sviði, eða allt að tvö ár.Bara stóru bankarnir Í öðru lagi miðast eftirlitið við það, öðru fremur, að ná utan um vandamál stórra banka. Það er gert með því að eftirlit á grunni bankabandalagsins er aðeins sinnt gagnvart bönkum sem eru með efnahagsreikning sem er stærri en sem nemur 20 prósent af landsframleiðslu heimaríkisins. Með þessum hætti er dregin lína í sandinn um hvaða eftirlitsskyldur hvíla á fjarmálaeftirliti ríkjanna sjálfra, og síðan hvenær Seðlabanki Evrópu er með málin í sínum höndum. Til dæmis verður eftirlit með sparisjóðum og héraðsbönkum, sem víða starfa í Evrópu, á hendi eftirlits heimaríkjanna en eftirlit með stórum bönkum sem eru með alþjóðlega starfsemi, á hendi eftirlits Seðlabanka Evrópu á grunni bankabandalagsins.Læra af því sem aflaga fór Sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við, í stuttri heimsókn til Brussel 16. til 18. desember sl., þar sem höfuðstöðvar flestra stofnanna Evrópusambandsins eru, segja bankabandalagið og stofnsetning hins sameiginlega fjármálaeftirlits fyrir innri markað Evrópu, vera eina stærstu og umfangsmestu ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu sambandsins. Með þessari ákvörðun sé enn fremur staðfest sú sýn leiðtoga Evrópusambandsríkjanna 27, með Angelu Merkel kanslara Þýskalands fremsta í flokki, að leiðin út úr efnahagserfiðleikum álfunnar sé nánari og meiri samvinna fremur en að einstök ríki séu að reyna að ná utan um sín eigin vandamál, án aðstoðar frá Evrópusambandinu.Ennþá of stórir til að falla Þrátt fyrir auknar valdheimildir Seðlabanka Evrópu og aukið eftirlit verða einstök ríki ekki laus við vandamál sem felast í því að bankar séu of stórir til að falla, þ.e. að stærð banka geti ógnað efnahagslegum styrk ríkja komi upp miklir erfiðleikar í rekstri þeirra. Í sjálfu sér breytist sú staða ekki með auknu eftirliti, en auknum kröfum um meira eiginfjárhlutfall banka, hugsanlega á bilinu 12 til 16 prósent í stað 8 prósent nú, og kröfum um betri áhættustýringu, er ætlað að vinna gegn því að bankar ógni fjármálastöðugleika einstakra ríkja vegna rangra ákvarðana stjórnenda þeirra. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.Seðlabankinn með þræðina í hendi sér Í fyrsta lagi verður eftirlitið á hendi Seðlabanka Evrópu að mestu leyti, og færir þar með enn meiri völd í hans hendur. Endanleg útfærsla á því hvernig eftirlitinu verður sinnt, nákvæmlega, liggur ekki fyrir en Seðlabanki Evrópu mun þurfa að fjölga starfsfólki um nærri þúsund til þess að gegna þessu nýja hlutverki. Einkum er horft til þess að bankinn muni þurfa að fjölga fólki með sérhæfða menntun á sviði kerfislægra þátta, svo sem áhættustýringu, lausafjárstýringu og útlánagreiningu. Þetta fólk er ekki svo auðveldlega á lausu, og talið að Seðlabankinn verði töluvert lengi að byggja upp starfsemi sína á þessu sviði, eða allt að tvö ár.Bara stóru bankarnir Í öðru lagi miðast eftirlitið við það, öðru fremur, að ná utan um vandamál stórra banka. Það er gert með því að eftirlit á grunni bankabandalagsins er aðeins sinnt gagnvart bönkum sem eru með efnahagsreikning sem er stærri en sem nemur 20 prósent af landsframleiðslu heimaríkisins. Með þessum hætti er dregin lína í sandinn um hvaða eftirlitsskyldur hvíla á fjarmálaeftirliti ríkjanna sjálfra, og síðan hvenær Seðlabanki Evrópu er með málin í sínum höndum. Til dæmis verður eftirlit með sparisjóðum og héraðsbönkum, sem víða starfa í Evrópu, á hendi eftirlits heimaríkjanna en eftirlit með stórum bönkum sem eru með alþjóðlega starfsemi, á hendi eftirlits Seðlabanka Evrópu á grunni bankabandalagsins.Læra af því sem aflaga fór Sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við, í stuttri heimsókn til Brussel 16. til 18. desember sl., þar sem höfuðstöðvar flestra stofnanna Evrópusambandsins eru, segja bankabandalagið og stofnsetning hins sameiginlega fjármálaeftirlits fyrir innri markað Evrópu, vera eina stærstu og umfangsmestu ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu sambandsins. Með þessari ákvörðun sé enn fremur staðfest sú sýn leiðtoga Evrópusambandsríkjanna 27, með Angelu Merkel kanslara Þýskalands fremsta í flokki, að leiðin út úr efnahagserfiðleikum álfunnar sé nánari og meiri samvinna fremur en að einstök ríki séu að reyna að ná utan um sín eigin vandamál, án aðstoðar frá Evrópusambandinu.Ennþá of stórir til að falla Þrátt fyrir auknar valdheimildir Seðlabanka Evrópu og aukið eftirlit verða einstök ríki ekki laus við vandamál sem felast í því að bankar séu of stórir til að falla, þ.e. að stærð banka geti ógnað efnahagslegum styrk ríkja komi upp miklir erfiðleikar í rekstri þeirra. Í sjálfu sér breytist sú staða ekki með auknu eftirliti, en auknum kröfum um meira eiginfjárhlutfall banka, hugsanlega á bilinu 12 til 16 prósent í stað 8 prósent nú, og kröfum um betri áhættustýringu, er ætlað að vinna gegn því að bankar ógni fjármálastöðugleika einstakra ríkja vegna rangra ákvarðana stjórnenda þeirra.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira