Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst áfram á evrusvæðinu

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast af miklum krafti. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópu, mældist atvinnuleysið í október 11,7%.

Til samanburðar mældist 10,4% atvinnuleysi á svæðinu í október í fyrra. Rúmlega 18,7 milljónir manna ganga nú um atvinnulausir á evrusvæðinu.

Verst er ástandið í Grikklandi þar sem atvinnuleysið mælist 25,4% og á Spáni þar sem það mælist 26,2%. Í báðum þessum löndum er atvinnuleysi meðal ungs fólks um 50%.

Minnst atvinnuleysið er í Austurríki eða 4,3% og Lúxemborg eða 5,1%. Í Þýskalandi, stærsta hagkerfinu, mælist 5,4% atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×