Viðskipti erlent

Dýrasti Legokubbur heimsins skiptir um eigenda

Mjög sjaldgæfur Legokubbur var nýlega seldur hjá Brick Envy í Flórída en sú verslun sérhæfir sig í sérstökum Legovörum. Þessi kubbur sem er af hefðbundinni stærð en úr 14 karata gulli var seldur á tæplega 15.000 dollara eða hátt í 2 milljónir króna.

Kubburinn og fleiri slíkir voru búnir til á árunum 1979 til 1980 hjá Legoverksmiðjunni í Hohenwedestedt í Þýskalandi. Þeir voru notaðir í staðinn fyrir hin hefðbundnu gullúr til að heiðra þá starfsmenn sem unnið höfðu hjá verksmiðjunni í 25 ár eða lengur.

Ekki er vitað hve margir af þessum kubbum voru búnir til að það er afar sjaldgæft að þeir séu boðnir til sölu á almennum markaði.

Með í kaupunum fylgdi upprunalega askjan sem kubburinn var gefinn í en hún er merkt með vörumerki Lego.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×