Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. desember 2012 14:29 Martin Kaymer spilaði í heild frábært golf. Mynd/Nordic Photos/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira