Símon Sigvaldason og Skúli Magnússon, dóimarar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa ítrekað spurt vitni í dag um formhlið lánasamninganna sem gerðir voru vegna 10 milljarða króna láns sem Milestone fékk frá Glitni. Lánið kom í gegnum fyrirtækið Vafning og líka í gegnum Svartháf.
Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi lánastjóri Glitnis, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag, en þar fer aðalmeðferðin fram fyrir fjölskipuðum héraðsdómi.
Skúli Magnússon og Símon Sigvaldason dómarar hafa meðal annars spurt náið út í hvernig á því stóð að peningamarkaðslán var veitt til Milestone
Símon spurði Guðnýju líka hvort það gæti gerst að breytingar hafi verið gerðar á skjölum, eftir undirskrift þeirra Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, en þeir eru hinir ákærðu í málinu.
Skúli Magnússon dómari spyr hvort það hafi heimildir fyrir peningamarkaðslánum til Milestone. Guðný segir markaðsviðskipti innan Glitnis hafa haft umsjón með peningamarkaðslánum. Það hafi fyrirtækjasviðið ekki gert.
Fylgstu með umfjöllun um Vafningsmálið á Twitter, á forsíðu Vísis.