Tom Watson telur að golfið eigi ekkert erindi á ÓL 5. desember 2012 23:00 Tom Watson. Nordic Photos / Getty Images Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira