Vettel krýndur heimsmeistari - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 8. desember 2012 15:52 Þeir Vettel og Horner voru sáttir með verðlaunin sín. Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira